Auglýsingakerfi Facebook og Instagram

Fjarnám sem gerir þig að OFURnotanda á Facebook Business Manager

Skrá mig núna: 59.900 kr.

Auglýsingakerfi Facebook og Instagram

Námskeið Markaðsakademíunnar í samstarfi við Íslandsstofu kennir þátttakendum að ná meiri árangri með auglýsingum á Facebook og Instagram. Þátttakendur öðlst mjög hagnýta þekkingu á að beita tæknilegum auglýsingaaðferðum Facebook og djúpan skilning á öllum þeim eiginleikum sem auglýsingakerfið býður uppá.

Námskeiðið er í þrettán myndböndum, alls tæplega fimm klukkustunda langt. Þátttakendur geta horft og lært hvenær og hvar sem þeim hentar. Jafnframt á þeim hraða sem þeir kjósa því þátttakendur hafa aðgang að námskeiðinu í sex mánuði (og geta horft á eins oft og þeir kjósa).

Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi.

Kennari


Akademias Framleiðsla
Akademias Framleiðsla

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

  • Hvernig hægt er að ná meiri árangri fyrir minna fjármagn með Facebook
  • Hvernig hægt er að búa til öflugri markhópa bæði með því að nota Audience Insight og eigin gögn
  • Hvernig hægt er að sjálfvirknivæða auglýsingar svo kerfið framleiði jafnvel hundruð mismunandi samsetningar af auglýsingum, fyrir mismunandi markhópa, með algrímu Facebook.
  • Hvernig hægt er að tengja auglýsingakerfi Facebook við vefverslanir og sjálfvirknivæða auglýsingar
  • Hvernig Facebook Pixel virkar og hvernig hægt er að nota hann til að ná meiri árangri með Facebook auglýsingum og gera betri greiningar með Analytics hluta Business Manager
  • Hvernig við getum búið til betri Facebook og Instagram auglýsingar með myndum og texta sem skila meiri árangri

Sýnishorn af kennslu

Af hverju fjarnám?

  • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er. Til dæmis á ferðalagi eða í smá skömmtum á meðan þú vinnur í auglýsingaherferðum fyrirtækisins
  • Hægt er að senda kennara spurningar á meðan þátttakendur eru skráðir á námskeiðið
  • Námskeiðsefnið samanstendur af myndböndum með fyrirlestrum ásamt greinum, tenglum og öðru ítarefni
  • Þátttakendur fá útskriftarskjal þegar áfanginn er kláraður sem hægt er að sýna í launaviðtali eða þegar sótt er um nýtt starf

Byrjaðu að læra í dag!Fyrir allar nánari upplýsingar, og ef þátttakendur kjósa reikning í heimabanka í stað þess að greiða með kreditkorti, hafið þá samband við:

Guðmundur Arnar Guðmundsson

[email protected]

s. 844-2700

Markaðsakademían hjálpar fyrirtækjum að ná árangri. Við höfum boðið uppá regluleg markaðs- og þjónustunámskeið í rúm 9 ár. Starfsmenn frá nánast öllum 300 stærstu fyrirtækjum Íslands hafa verið þátttakendur ásamt starfsmönnum úr miklum fjölda minni fyrirtækja, út um allt land og úr öllum atvinnugreinum. Í heildina hafa á þriðja þúsund manns sótt námskeiðin.

Spurt og svarað


Fyrir hverja er námskeiðið?
Framkvæmdastjóra, markaðsstjóra, vörumerkjastjóra og aðra stjórnendur og starfsmenn sem koma að stjórnun markaðsmála og vilja ná meiri árangri með auglýsingum á Facebook og Instagram.
Ef ég skrái mig, hvenær get ég byrjað að áfangann?
Hægt er að skrá sig hvenær sem er í áfangann en um leið og skráningu líkur opnast sjálfkrafa aðgangur að námskeiðinu og þú getur byrjað að læra.
Hvað hef ég aðgang að námskeiðinu í langan tíma?
Þegar þú hefur skráð þig, hefur þú aðgang að námskeiðinu í sex mánuði. Þú getur þannig notað allan tímann til að klára námskeiðið, eða dreift náminu yfir lengra tímabil. Margir nýta sér jafnframt þann kost að geta horft oftar en einu sinni á námsefnið á tímabilinu sem ekki er hægt að gera í hefðbundinni kennslu. Námskeiðið er uppfært reglulega með nýjum fyrirlestrum, tenglum og öðru hagnýtu efni sem skráðir þátttakendur fá sjálfkrafa aðgang að.
Hvaða búnað þarf ég að hafa til að geta tekið þátt?
Námskeiðið er á netinu og hafa þátttakendur því aðgang að námskeiðinu hvenær sem er og óhæð tæki ef það tengist internetinu.
Endurgreiða stéttarfélög námskeiðsgjaldið?
Flest stéttarfélög endurgreiða allt að 90% af námskeiðsgjaldinu. Hafðu samband við stéttarfélagið þitt fyrir nánari upplýsingar um endurgreiðsluferlið.